Bókhlaðan í Flatey

Bókhlaðan í FlateyBókhlaðan í Flatey á Breiðarfirði var byggð árið 1864  fyrir tilstilli Brynjólfs Benediktssonar til að hýsa bókasafn Framfarastofnunar Flateyjar. Þar var safnið til húsa í rúm 90 ár, en um 1955 var það flutt í áföngum í húsið Bjarg, sem stendur innarlega á bökkunum svonefndu í plássinu í Flatey.

Upphaflega stóð bókhlaðan þar sem kirkjan í Flatey stendur nú, en um 1925 var bókhlaðan flutt nokkra tugi metra til austurs og kirkjan byggð á grunni hennar.

Bókhlaðan er lítið timburhús, rétthyrnt að grunnfleti aðeins 4,75m á lengd og 3,43 m á breidd að innnanmáli. Lofthæðin er 2,19 m og þar uppi er geymsluloft. Hjörleifur Stefánsson arkitekt mældi húsið upp og annaðist teikningar að endurgerð þess.

Myndir