Staðarkirkja Steingrímsfirði

Staðarkirkja í SteingrímsfirðiStaðarkirkja í Steingrímsfirði var vígð 1855 og leysti af hólmi torfkirkju sem orðinn var léleg. Kirkjan var að ýmsu leiti öðruvísi en hún er í dag. Hún var turnlaus og með opnu klukknaporti framan við kirkjudyr. Gluggar vou mun minni, þakið klætt timbri og kirkjan var öll tjörguð að utan. Ekkert loft var í framkirkjunni, engin hvelfing og vængjahurð fyrir kirkjumdyrum var ekki til staðar.

Sumarið 1887 fór fram mikil viðgerð á kirkjunni. Var þakið endurnýjað og lagt með pappa með sandi í yfirborðinu. Smíðaður var turn ofan á vesturgaflinn með tígullaga glugga og kross á mæni, einnig voru gluggar á framkirkju stækkaðir. Sett var upp vængjahurð við krikjudyr, gólfið endurnýjað, byggt loft og  hvelfing inn í kirkjunni og að lokum var kirkjan máluð að innan.

Kirkjan hélst að mestu óbreytt frá viðgerð 1887 en með tíð og tíma og minnkandi viðhaldi hrakaði henni. Þó var reglulega eitthvað gert, 1940 voru gluggar endurnýjaðir, 1950 var bárujárn sett utan á krikjuveggina og um 1960 var lagt nýtt gólf í kirkjuna og nokkrum árum síðar á kirkjuloftið. Í kringum 1980 var svo sett ný hurð með karmi í stað gömlu spjaldhurðirnar.

Fyrir tilstuðlan Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forsta Íslands var stofnaður sjóður 1981 til að styrkja viðgerð og endurbætur á kirkjunni.

Tekin var sú ákvörun að færa kirkjuna nokkurn vegin til þeirra gerðar og útlits sem hún hafði við endurbætur 1887.

Viðgerð á krikjunni hófst haustið 1984 af heimamönnum undir handsleiðslu Þjóðminjasafnsins, Minjavernd tók við verkinu 1986 og var meginhluti verksins framkvæmdur á vegum félagsins. Teikningar að endurgerð kirkjunar annaðist Hjörleifur Stefánsson arkitekt.

Myndir